Erlent

Bandaríski flugherinn kyrrsetur F-15 orrustuþotur

Herþota af gerðinni F-15.
Herþota af gerðinni F-15. MYND/AFP

Bandaríski flugherinn hefur bannað allt ónauðsynlegt flug F-15 orrustuþotna eftir að þota af þeirri gerð brotlenti í Missouri fylki á föstudaginn. Ekki liggur fyrir hvað olli því að þotan hrapaði.

Bannið verður í gildi þangað til rannsókn á slysinu lýkur. Flugmaðurinn, sem tilheyrir þjóðvarnarliði Missouri fylkis, náði að skjóta sér út áður en vélinn skall í jörðina.

F-15 herþotur voru fyrst framleiddar árið 1975 en þær eru sérstaklega hannaðar til að skjóta niður aðrar orrustuvélar. Vélar af þessari gerð eru í notkun víða meðal annars í Suður-Kóreu, Singapúr, Japan og Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×