Erlent

Farðu frekar í teygjustökk

Óli Tynes skrifar
Hurðu, hann er dauður.
Hurðu, hann er dauður.

Yfir níutíuþúsund sjúklingar deyja og nær ein milljón bíður heilsutjón, á hverju ári, vegna mistaka á breskum sjúkrahúsum.

Formaður rannsóknarnefndarinnar sem komst að þessu segir að það sé hættulegra að fara á sjúkrahús en að fara í teygjustökk. Og ekki eins gaman.

Trevor Sheldon prófessor segir að ástæður dauðsfalla séu margvíslegar. Þau verði vegna mistaka við skurðaðgerðir, vegna rangra sjúkdómsgreininga, ígerðar og margvíslegra fleiri þátta.

Prófessorinn sagði einnig að þetta ástand væri alls ekki bundið við breska heilbrigðiskerfið. Það mætti finna víða um heim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×