Erlent

Ísraelar frelsa 450 Palestínumenn

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Abbas og Olmert ræðast við í Jerúsalem fyrr í dag.
Abbas og Olmert ræðast við í Jerúsalem fyrr í dag. MYND/AFP

Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt að leysa 450 palestínska fanga úr haldi. Ehud Olmert forsætisráðherra ísraela tilkynnti þetta í dag eftir viðræður á milli leiðtoga landanna sem miða að því að brúa bil fyrir friðarráðstefnu Miðausturlanda í Bandaríkjunum í næstu viku.

Palestínumenn gefa ekki mikið fyrir orð Olmerts samkvæmt heimildum BBC. Hann hafi lofað að stöðva landnám á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum og rífa niður ólöglegar landnámabyggðir.

Skrifstofa forsætisráðherrans sagði Olmert eiga fund með Mahmoud Abbas forseta Palestínu næsta þriðjudag. Þetta er síðasti fundur þeirra í röð funda fyrir friðarráðstefnuna í Annapolis í Maryland í næstu viku.

Abbas sagði við fréttamenn í Ramallah að þeir vildu ná framförum fyrir ráðstefnuna. Palesínumenn höfðu farið fram á að tvö þúsund fangar hið minnsta yrðu frelsaðir úr ísraelskum fangelsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×