Ívar: Skoðun annarra snertir mig lítið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 14:26 Ívar Ingimarsson í sínum síðasta landsleik á Laugardalsvelli, gegn Lettum í síðasta mánuði. Mynd/Daníel Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum." Íslenski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum."
Íslenski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira