Ríkisstjórn Rasmussens hélt velli 13. nóvember 2007 23:05 Anders Fogh Rasmussen var glaðbeittur þegar hann gekk í salinn á kosningavöku Venstre í kvöld. MYND/AP Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk stuðning til áframhaldandi starfa fyrir þjóðina í þingkosingum í landinu í dag. Eftir því sem danski miðlar greina frá fengu ríkisstjórnarflokkarnir þrír 89 sæti á þinginu á móti 81 sætum stjórnarandstöðunnar. Segja danski miðlar að ríkisstjórnina vanti aðeins einn þingmann til þess að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins og að sá þingmaður gæti komið frá Færeyjum. Eins gæti Nýja bandalagið, miðjuflokkur Nasers Khaders, stutt ríkisstjórnina og þá hefði ríkisstjórnin stuðning 94 þingmanna. Alls greiddu rúmar 3,4 milljónir Dana atkvæði í kosningunum í dag sem þýðir að kjörsókn var nærri 87 prósent. Venstre, flokkur Rasmussens, er áfram stærsti flokkurinn á þingi með 46 þingmenn en tapar þó sex þingsætum frá síðustu kosningum árið 2005. Þar á eftir kemur Jafnaðarmannaflokkurinn með 45 þingmenn, tveimur færri en í síðustu kosningum, og Danski þjóðarflokkurinn er orðinn þriðji stærsti flokkur landsins með 25 þingmenn og bætir við sig einum. Þar á eftir kemur sigurvegari kosninganna, Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem fær 23 þingsæti en flokkurinn bætti rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt og fjölda þingmanna. Íhaldsflokkurinn fékk 18 þingsæti líkt og síðast en Róttækir töpuðu alls átta þingsætum og fá níu þingmenn. Ræður stuðningur Færeyings úrslitum? Venstre, Íhaldsflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn hafa starfað sama í ríkisstjórn Danmerkur og lýsti Anders Fogh Rasmussen því yfir að þeir myndu starfa saman áfram. Hann útilokaði hins vegar ekki að fleiri flokkar kæmu inn í ríkisstjórnina, en þar gæti hann átt við Nýja bandalagið. Svo gæti einnig farið að ríkisstjórnin reiði sig á stuðning frá einum þingmanni Færeyja en atkvæðatalning þar hefur tafist vegna vandræða hjá færeyska útvarpinu sem sér um talninguna þar á bæ. Þó er útlit fyrir að Jörgen Niclasen úr Fólkaflokknum komist á þing en sá flokkur hefur jafnan stutt borgaralegu flokkana í Danmörku. Því gæti verið að ríkisstjórnin ákveddi að treysta á stuðning hans til að tryggja sér meirihluta á danska þinginu. Ander Fogh Rasmussen sagði kvöldið gott fyrir Danmörku og sömuleiðis fyrir Venstre. Það væri sögulegt að Danir hefðu valið ríkisstjórn undir forystu Venstre í þriðja sinn og að flokkurinn væri sá stærsti í þriðju kosningunum í röð. ,,Ég vil þakka þjóðinni fyrir að leyfa ríkissstjórninni að halda verkefnum sínum áfram," sagði Rasmussen sem hvatti stjórnarandstöðuna til málefnalegs samstarfs í framhaldinu.Helle Thorning-Scmidt, leiðtogi jafnaðarmanna, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, viðurkenndi að henni hefði ekki tekist að slá Anders Fogh við í þetta sinn en að hún myndi áfram leiða Jafnaðarmannaflokkinn. ,,Danir þurfa aðeins meiri tíma áður en þeir afhenda okkur stjórnartaumana. Það eru fjölmargir Danir sem hafa sýnt okkur traust í dag og krossað við A (bókstaf Jafnaðarmannaflokksins). Það dugði bara ekki," sagði Thorning-Schmidt.Sigurvegari kosninganna er hins vegar Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt í kosningunum og er nú fjórði stærsti flokkurinn á þingi. Eins og fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, sem staddur var á kosningavöku Sósíalíska þjóðarflokksins, var formanninum Villy Sövndal fagnað mjög eftir að ljóst var að flokkurinn hefði bætt stöðu sínu veruleg. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk stuðning til áframhaldandi starfa fyrir þjóðina í þingkosingum í landinu í dag. Eftir því sem danski miðlar greina frá fengu ríkisstjórnarflokkarnir þrír 89 sæti á þinginu á móti 81 sætum stjórnarandstöðunnar. Segja danski miðlar að ríkisstjórnina vanti aðeins einn þingmann til þess að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins og að sá þingmaður gæti komið frá Færeyjum. Eins gæti Nýja bandalagið, miðjuflokkur Nasers Khaders, stutt ríkisstjórnina og þá hefði ríkisstjórnin stuðning 94 þingmanna. Alls greiddu rúmar 3,4 milljónir Dana atkvæði í kosningunum í dag sem þýðir að kjörsókn var nærri 87 prósent. Venstre, flokkur Rasmussens, er áfram stærsti flokkurinn á þingi með 46 þingmenn en tapar þó sex þingsætum frá síðustu kosningum árið 2005. Þar á eftir kemur Jafnaðarmannaflokkurinn með 45 þingmenn, tveimur færri en í síðustu kosningum, og Danski þjóðarflokkurinn er orðinn þriðji stærsti flokkur landsins með 25 þingmenn og bætir við sig einum. Þar á eftir kemur sigurvegari kosninganna, Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem fær 23 þingsæti en flokkurinn bætti rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt og fjölda þingmanna. Íhaldsflokkurinn fékk 18 þingsæti líkt og síðast en Róttækir töpuðu alls átta þingsætum og fá níu þingmenn. Ræður stuðningur Færeyings úrslitum? Venstre, Íhaldsflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn hafa starfað sama í ríkisstjórn Danmerkur og lýsti Anders Fogh Rasmussen því yfir að þeir myndu starfa saman áfram. Hann útilokaði hins vegar ekki að fleiri flokkar kæmu inn í ríkisstjórnina, en þar gæti hann átt við Nýja bandalagið. Svo gæti einnig farið að ríkisstjórnin reiði sig á stuðning frá einum þingmanni Færeyja en atkvæðatalning þar hefur tafist vegna vandræða hjá færeyska útvarpinu sem sér um talninguna þar á bæ. Þó er útlit fyrir að Jörgen Niclasen úr Fólkaflokknum komist á þing en sá flokkur hefur jafnan stutt borgaralegu flokkana í Danmörku. Því gæti verið að ríkisstjórnin ákveddi að treysta á stuðning hans til að tryggja sér meirihluta á danska þinginu. Ander Fogh Rasmussen sagði kvöldið gott fyrir Danmörku og sömuleiðis fyrir Venstre. Það væri sögulegt að Danir hefðu valið ríkisstjórn undir forystu Venstre í þriðja sinn og að flokkurinn væri sá stærsti í þriðju kosningunum í röð. ,,Ég vil þakka þjóðinni fyrir að leyfa ríkissstjórninni að halda verkefnum sínum áfram," sagði Rasmussen sem hvatti stjórnarandstöðuna til málefnalegs samstarfs í framhaldinu.Helle Thorning-Scmidt, leiðtogi jafnaðarmanna, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, viðurkenndi að henni hefði ekki tekist að slá Anders Fogh við í þetta sinn en að hún myndi áfram leiða Jafnaðarmannaflokkinn. ,,Danir þurfa aðeins meiri tíma áður en þeir afhenda okkur stjórnartaumana. Það eru fjölmargir Danir sem hafa sýnt okkur traust í dag og krossað við A (bókstaf Jafnaðarmannaflokksins). Það dugði bara ekki," sagði Thorning-Schmidt.Sigurvegari kosninganna er hins vegar Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt í kosningunum og er nú fjórði stærsti flokkurinn á þingi. Eins og fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, sem staddur var á kosningavöku Sósíalíska þjóðarflokksins, var formanninum Villy Sövndal fagnað mjög eftir að ljóst var að flokkurinn hefði bætt stöðu sínu veruleg.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira