Erlent

Kjörstöðum lokað, Fogh með nauma forystu

Kjörstöðum í Danmörku var lokað fyrir nokkrum mínútum. Samhliða var birt síðasta útgönguspá TV 2 sem sýnir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og samsteypustjórn hans hefur nauma forystu.

Spáin sem byggir á rúmlega 3.600 svarendum sýnir stjórnarflokkana með 88 þingsæti en stjórnarandstöðuna með 82 sæti. Ny Alliance, flokkur Naser Khader fær 3% fylgi og fimm menn kjörna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×