Erlent

Tyrkir ráðast á þorp í Írak

Tyrkneskar herþyrlur gerðu árás á kúrdískt þorp innan landamæra Íraks í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Tyrkir láta til skarar skríða í Írak frá því spennan tók að magnast á landamærunum fyrir nokkru síðan.

Bandaríkjamenn hafa þrýst á Tyrki að sýna varúð í málinu en Tyrkir segja kúrdíska uppreisnarmenn halda til í fjallahéruðum á landamærum Tyrklands og Íraks. Óttast er að geri Tyrkir árás á norðurhluta Íraks muni það setja landshlutann í uppnám en hingað til hefur þetta verið einn friðsamasti hluti Íraks frá því Saddam Hussein var steypt af stóli.

Talsmaður hersins staðfestir að árásirnar hafi átt sér stað og að ráðist hafi verið á yfirgefin þorp í grennd við landamærin.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×