Erlent

Útlit fyrir aukna kosningaþátttöku

MYND/AP

Nærri ellefu prósent kjósenda höfðu nýtt atkvæðisrétt sinn í þingkosningunum í Danmörku klukkan tíu að dönskum tíma, klukkutíma eftir að kjörstaðir voru opnaðir. Það er tæpu prósentustigi fleiri en í kosningum fyrir tveimur árum.

Danskir miðlar greina frá því að fólk hafi byrjað að streyma á kjörstaði strax og þeir voru opnaðir en þeir verða opnir til klukkan átta í kvöld. Alls eru um fjórar milljónir Dana á kjörskrá og má reikna með að niðurstöður kosninganna liggi fyrir laust eftir klukkan ellefu í kvöld að dönskum tíma, eða um tíuleytið að íslenskum tíma.

Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum hjá borgaralegu flokkunum sem eru í ríkisstjórn og vinstri flokkunum. Þó er útlit fyrir að ríkisstjórnin haldi velli og má það rekja til þess að Venstre, flokkur Rasmussens forsætisráðherra, og Danski þjóðarflokkurinn hafa sótt í sig veðrið á síðustu metrum kosningabaráttunnnar. Sjöundi hver kjósandi var hins vegar enn óákveðinn þegar síðustu kannanir voru gerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×