Erlent

Ræddu saman á Netinu um fjöldamorð

Kerti loga til minningar um fjöldamorðin í Finnlandi.
Kerti loga til minningar um fjöldamorðin í Finnlandi. MYND/AFP

Finnski fjöldamorðinginn sem skaut átta manns til bana í smábæ í Finnlandi í síðustu viku hafði verið í tölvusambandi við fjórtán ára pilt í Bandaríkjunum sem lagði á ráðin um svipað ódæði í skóla í Fíladelfíu.

Sá drengur situr nú í fangelsi en finnska lögreglan fann vísbendingar í tölvu Pekka Auvinen um að þeir hefðu rætt saman um fjöldamorðin í Columbine skólanum sem áttu sér stað 1999.

Lögmaður bandaríska piltsins ítrekaði við fjölmiðla í morgun að ekkert benti til þess að skjólstæðingur hans hefði manað Finnann til þess að láta til skarar skríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×