Erlent

Kengúra á flótta frá lögreglu

Lögreglumenn og dýraverndaryfirvöld í Melbourne í Ástralíu höfðu nóg fyrir stafni í morgun þegar handsama þurfti kengúru á flótta. Dýrið slapp úr garði og hoppaði af miklum krafti um götur borgarinnar.

Í fyrstu taldi lögregla það leik einn að handsama hana en raunin varð allt önnur. Götum var lokað og sérfræðingar kallaðir til. Ungur drengur var heppinn að sleppa lítið slasaður eftir að kengúra hljóp á hann á flótta undan lagana vörðum. Að lokum var hún gripin og henni komið aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×