Erlent

Mikill eldur í Austur-London

MYND/Reuters

Mikinn reyk leggur nú frá svæði í grennd við Commercial Road í austurhluta London eftir því sem fréttastofa Sky greinir frá. Vitni greina frá því að sprengingar hafi heyrst, en ekkert er enn staðfest um hvað olli henni.

Áhorfandi sem hringdi inn til Sky fréttastofunnar sagði uppspretta reyksins væri mikið eldhaf í vöruhúsi í nágrenni Canary Wharf. Þá berast fregnir af því að eldur hafi sést á öðrum stað í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×