Erlent

Khmeraleiðtogi dreginn fyrir rétt

MYND/Tómas Ingi Ragnarsson

Fyrrverandi utanríkisráðherra Kambódíu og einn helsti leiðtogi Rauðu Khmerana var handtekinn á heimili sínu í morgun. Lögregla handtók Leng Sary í dögun en talið er að hann verði látinn svara til saka fyrir hörmungarnar sem Khmerarnir leiddu yfir íbúa Kambódíu á áttunda áratugnum.

Rauðu Khmerarnir voru við völd frá 1975 til 1979 og á þeim tíma er talið að um 1,7 milljónir manna hafi látið lífið af völdum hungurs, sjúkdóma auk þess sem þúsundir voru teknar af lífi fyrir að andmæla stjórnvöldum. Dómstól var komið á laggirnar á síðasta ári en Sameiðnuðu Þjóðirnar hafa í mörg ár þrýst á núverandi stjórnvöld í landinu að draga leiðtoga Khmeranna sem enn eru á lífi fyrir rétt.

Leng Sary var aðstoðar forsætisráðherra auk þess að gegna stöðu utanríkisráðherra og var hann nánasti samstarfsmaður leiðtogans Pol Pot sem lést árið 1998. Þá er talið að kona Sary, sem gegndi stöðu félagsmálaráðherra verði einnig handtekin á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×