Erlent

Bretar deila um hryðjuverkavarðhald

Bretar geta haldið mönnum í gæsluvarðhaldi í 28 átta daga án ákæru séu þeir grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Nú stendur til að lengja þessa heimild enn frekar en í skýrslu sem mannréttindasamtök hafa látið gera kemur í ljós að ekkert lýðræðisríki getur haldið mönnum lengur í varðhaldi en Bretland.

Í skýrslunni voru reglur af þessu tagi í 15 löndum skoðaðar og þar á meðal eru lönd sem hafa orðið fyrir barðinu á hryðjuverkum nýverið eins og Spánn, Tyrkland og Bandaríkin. Í Bandaríkjunum þurfa yfirvöld að leggja fram kæru innan 48 stunda, Spánverjar hafa fimm daga og í Tyrklandi fá menn viku til þess að kæra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×