Erlent

Átta slasast í átökum milli stuðningsmanna knattspyrnuliða

Börn í fótbolta í borginni Mostar í Bosníu. Mynd úr safni.
Börn í fótbolta í borginni Mostar í Bosníu. Mynd úr safni. MYND/AFP

Átta slösuðust þar af sjö lögregluþjónar í bænum Mostar í Bosníu í gær þegar til átaka kom milli stuðningsmanna tveggja knattpsyrnuliða. Átökin héldu áfram í dag og þurfti lögreglan að beita táragasi til að stilla til friðar.

Um er ræða áhangendur knattspyrnuliðanna Zrinjski og Velez. Flestir stuðningsmanna Zrinjski eru af króatísku bergi brotnir en stuðningsmenn Velez eru hins vegar flestir múslimar.

Sjö lögregluþjónar slösuðust í gær þegar þeir reyndu að stilla til friðar. Einn maður slasaðist alvarlegar á höfði. Átökin héldur áfram í dag þegar stuðningsmenn Zrinjski réðust á rútu stuðningsmanna Velez. Köstuður þeir grjóti og flöskum í átt að rútunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×