Erlent

Óttast fjölgun hælisleitenda í Danmörku

Kappræður Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherraefni vinstriflokkanna, í sjónvarpssal TV2 í síðustu viku. Á milli þeirra stendur stjórnandinn, Jes Dorph.
Kappræður Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherraefni vinstriflokkanna, í sjónvarpssal TV2 í síðustu viku. Á milli þeirra stendur stjórnandinn, Jes Dorph. MYND/nordicphotos/AFP

Danski Rauði krossinn vonar að þingkosningarnar í Danmörku leiði til nýs þingmeirihluta sem vilji bæta aðstæður hælisleitenda sem synjað hefur verið um dvalarleyfi í Danmörku. Forsætisráðherrann óttast að rýmri reglur fjölgi hælisleitendum í landinu.

Á lokaspretti þriggja vikna kosningabaráttu í Danmörku hefur mikið verið rætt um aðstæður hælisleitenda sem synjað hefur verið um dvalarleyfi. Sumir þeirra snúa ekki aftur til síns heima, sérstaklega fólk frá stríðshrjáðum svæðum Íraks. Þannig eru dæmi um að fjölskyldur hafi búið í mörg ár í búðum fyrir hælisleitendur. Mannréttindasamtökin Amnesty International eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt félagslegan aðbúnað barna í þessum búðum.

Meðal kosningaloforða miðju- og vinstriflokka er að leyfa fólkinu að búa utan búðanna og stunda vinnu - en í ljós hefur komið að flestir í búðunum vinna svart.

Forsætisráðherrann óttast fjölgun hælisleitenda ef reglum verði breytt, en þrátt fyrir rýmri reglur í Finnlandi hefur það þó ekki orðið raunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×