Erlent

Komu í veg fyrir tvö sprengjutilræði

Baskar mótmæla á Spáni.
Baskar mótmæla á Spáni. MYND/AFP

Lögreglan á Spáni kom í dag í veg fyrir tvö sprengjutilræði aðskilnaðarsamtaka baska, ETA, í bænum Getxo skammt frá borginni Bilbao í norðurhluta Spánar. Sprengjunum var komið fyrir við dómshús í bænum.

Lögreglunni barst nafnlaus viðvörun í morgun um að sprengju hefði verið komið fyrir við dómshúsið í Getxo. Sprengjunni var komið fyrir í bakpoka sem lá fyrir utan dómshúsið. Sprengjusérfræðingar á vegum spænsku lögreglunnar náðu að aftengja sprengjuna. Fyrir tilviljun fann lögreglan aðra sprengju sem hafði verið komið fyrir ofan í ruslatunnu. Tveir menn sáust setja sprengjuna ofan í tunnuna þegar lögreglan skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum. Lögreglan aftengdi einnig þá sprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×