Erlent

Mótmælendur á Norður-Írlandi leggja niður vopn

Meðlimir í The Ulster Defence Association.
Meðlimir í The Ulster Defence Association. MYND/AFP

Stærstu vopnuðu samtök norður-írskra mótmælenda, The Ulster Defence Association, lýstu því yfir í dag að þau hyggist leggja niður vopnaðar viðbragðssveitir á þeirra vegum. Þá munu öll vopn í eigu samtakanna verða eyðilögð.

Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag segir að þau telji að átökunum á Norður-Írlandi sé lokið. Því sé engin ástæða til að halda úti vopnuðum sveitum. Fyrr á þessu ári lögðu önnur vopnuð samtök norður-írskra mótmælenda, Ulster Volunteer Force, einnig niður vopn og hétu því að láta af ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×