Erlent

Telja sig hafa fundið mikilvægar vísbendingar í máli Madeleine McCann

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. MYND/AFP
Lögreglan í Portúgal telur sig hafa undir höndum mikilvægar vísbendingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine McCann. Um er að ræða hár sem fannst í bakpoka sem skilinn var eftir skammt frá flugvellinum Í Faro. Í bakpokanum fundust einnig hlutir sem gætu tengst Madeleine.

Vonast lögreglan til þess að með DNA rannsókn megi finna út hverjum hárið tilheyrir. Verða DNA sýni meðal annars borin saman við sýni af þekktum barnaníðingum í Portúgal. Í bakpokanum fundustu hlutir sem gætu mögulega tengst Madeleine og því standa vonir manna til þess að það hafi verið ræningi hennar sem hafi borið pokann.

Portúgalska lögreglan rannsakaði einnig dularfull fingraför sem fundust á hótelherbergi Madeleine. Við nánari rannsókn kom hins vegar í ljós að fingraförin tilheyra portúgölskum lögreglumanni sem vinnur að rannsókn málsins. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir portúgölsku lögregluna enda höfðu sérfræðingar á hennar vegum rannsakað fingraförin í margar vikur áður en sannleikurinn kom í ljós. Það voru breskir lögreglumenn sem komu starfsbræðrum sínum í Portúgal á sporið þegar þeir óskuðu eftir því að tekin yrðu fingraför af öllum lögreglumönnum sem höfðu komið á hótelherbergið til að útiloka þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×