Erlent

Ítalskur lögreglumaður skaut fótboltaáhanganda til bana

San Siro leikvangurinn í Mílanó. Þar átti að fara fram leikur Inter Milano og Lazio en þeim leik var frestað.
San Siro leikvangurinn í Mílanó. Þar átti að fara fram leikur Inter Milano og Lazio en þeim leik var frestað. MYND/AFP

Ítalskur lögreglumaður skaut fótboltaáhanganda til bana í borginni Arezzo á Ítalíu í dag. Atvikið átti sér stað á veitingastað. Maðurinn sem lést var stuðningsmaður Lazio.

Til skotárásarinnar kom þegar stuðningsmenn knattspyrnuliðanna Lazio og Juventus lenti saman á veitingastað nærri borginni Arezzo. Lögreglan mætti á svæðið til að stilla til friðar. Ekki vildi betur til en svo að einn lögreglumaður hóf skothríð með fyrrgreindum afleiðingum.

Í yfirlýsingu sem ítalska lögreglan sendi frá sér í dag er atvikið harmað og sagt að um hörmuleg mistök hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn sem á í hlut hefur neitað hafa skotið í átt að manninum og segist hafa skotið upp í loftið. Málið er nú í rannsókn.

Til átaka kom á knattspyrnuleikvanginum í Bergamo milli áhorfenda og lögreglu eftir að atburðurinn spurðist út. Þar átti að fara fram leikur Atalanta og AC Milan en þeim leik var frestað. Tveir lögreglumenn særðust í átökunum.

Þá var leik Lazio og Inter Milan einnig frestað en aðrir leikir hófust tíu mínútum seinna en áætlað var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×