Erlent

Fæðingu fagnað

Starfsmenn í dýragarðinum í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa haft ástæðu til að gleðjast undanfarið. Fyrir tveimur vikum fæddist þar karlkyns bonobo api en sú tegund apa er í bráðri útrýmingarhættu. Talið er að svo geti farið að bonobo apar verði útdauðir innan tíu ára ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. Litli apinn hefur hlotið nafnið Tutapenda. Móðir hans hafnaði honum eftir fæðingu svo starfsmenn dýragarðsins hafa haft í nógu að snúast undanfarið við að halda lífi í litla apanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×