Erlent

Rússneskt olíuflutningaskip brotnar í tvennt á Svartahafi

Rússneskt olíuskip.
Rússneskt olíuskip. MYND/AFP

Rússneskt olíuflutningaskip brotnaði í tvennt í miklu óveðri á Svartahafi í morgun. Að minnsta kosti tvö þúsund tonn af olíu láku úr skipinu.

Slysið átti sér stað í sundinu sem skilur að Azovhaf og Svartahaf en mikill stormur geysaði á svæðinu í nótt og í morgun. Þrettán manna áhöfn skipsins er enn um borð og bíður þess að verða bjargað.

Óttast er að slysið kunni að valda miklum umhverfisspjöllum og telja sérfræðingar að það taki mörg ár að hreinsa olíuna. Skipið var byggt árið 1978 og getur flutt allt að 4 þúsund tonn af olíu. Skipið var fyrst og fremst hannað til að sigla á fljótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×