Erlent

YouTube myndband vekur óhug í Finnlandi

Finnski skotmaðurinn sem drap átta manns.
Finnski skotmaðurinn sem drap átta manns. MYND/AFP

Lögreglan í Finnlandi hefur í haldi sextán ára dreng sem setti myndband sem hann kallaði Maaninka fjöldamorð inn á vefsíðu YouTube. Drengurinn býr í bænum Maaninka í austurhluta Finnlands.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan að átta létu lífið í skotárás í skóla í Finnlandi en árásarmaðurinn hafði sett sambærilegt myndband á netið. Pilturinn segir aðeins um grín að ræða en lögreglan tekur málið alvarlega og hefur sem fyrr segir piltinn í haldi og gert tölvu hans upptæka. Svipaðar hótanir hafa borist frá börnum víðar á Finnlandi í kjörfar fjöldamorðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×