Erlent

Ráku fjóra klerka úr landi fyrir að predika hatur gegn kristni

Múslimar í Zanzibar á bæn.
Múslimar í Zanzibar á bæn. MYND/AFP

Stjórnvöld í Afríkuríkinu Zanzibar ráku í dag fjóra múslimaklerka úr landi eftir að þeir höfðu predikað hatur gegn kristnum mönnum. Um 98 prósent íbúa Zanzibar eru múslimatrúar.

Að sögn talsmanns stjórnvalda í Zanzibar þóttu klerkarnir hafa gengið of langt í predikun sinni. Sagði hann stjórnvöld ekki líða að byggt væri undir hatur gagnvart öðrum trúarhópum.

Stjórnvöld í Zanzibar hafa um árabil barist gegn múslimskum bókstafstrúarmönnum sem krefjast þess að hinn svokallaða Sharia löggjöf verði komið á þar í landi. Ferðamannaiðnaður er stór í Zanzibar og stærsti hluti gjaldeyristekna landsins kemur til vegna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×