Erlent

Líkir loftlagsbreytingum við neyðarástand

Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. MYND/AFP

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims í dag til að taka höndum saman í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Lýsti hann ástandinu sem mjög alvarlegu.

Þetta kom fram í máli Ban Ki-moon þegar hann heimsótti vísindamiðstöð á Suðurskautinu í dag. „Þetta er neyðarástand og við þörfnumst neyðaraðgerða," sagði Ban Ki-moon. Í heimsókn sinni flaug Ban meðal annars yfir ísbreiður Suðurskautsins og skoðaði meðal annars þau svæði þar sem afleiðingar loftlagsbreytinganna gætir mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×