Erlent

Verkfall á Broadway

Leikhússtarfsmenn í verkfalli.
Leikhússtarfsmenn í verkfalli. MYND/AFP

Nánast öllum sýningum á Broadway í New York var aflýst í dag eftir að þúsundir starfsmanna leikhúsa hófu boðað verkfall. Óttast er að verkfallið kunni að standa í margar vikur.

Alls var 25 Broadway sýningum aflýst í kjölfar verkfallsins. Þar á meðal sýningum á borð við Chicago, The Phantom of the Opera, Wicked, Hairspray, Mamma Mia og The Lion King. Talið er að verkfallið kosti leikhúsin rúmlega 100 milljónir á dag. Eigendur leikhúsanna hafa lofað öllum sem hafa keypt miða endurgreiðslu.

Deilan snýst meðal annars um vinnuframlag og vinnutíma starfsmanna. Eigendur leikhúsa hafa viljað fækka starfsmönnum og auka vinnuálag til að draga úr kostnaði. Á það hafa hins vegar starfsmennirnir ekki viljað fallast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×