Erlent

Þúsundir mótmæla í Venezúela

Mótmælendur í Caracas.
Mótmælendur í Caracas. MYND/AFP

Þúsundir manna komu saman í miðborg Caracas, höfuðborg Venezúela, í dag til að mótmæla stjórnarskrárbreytingum Húgó Chavez, forseta landsins.

Mótmælendurnir segja að breytingarnar brjóti gegn lýðræðinu og hafi þann eina tilgang að tryggja völd Húgó Chavez. Gangi breytingarnar í gegn mun Húgó Chavez verða kleift að bjóða sig endalaust fram til endurkjörs. Þá öðlast hann ennfremur vald til að koma á neyðarástandi í landinu.

Fjöldi lögreglumanna fylgdist með mótmælunum en ekki kom til átaka. Að minnsta kosti sjö hafa þó látið lífið á síðustum vikum eftir að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×