Erlent

Frakkar vilja að frönskumælandi hluti Belgíu sameinist Frakklandi

Frá Brussel
Frá Brussel MYND/AFP

Meirihluti Frakka sem búsettir eru við landamæri Belgíu eru hlynntir því að frönskumælandi hluti Belgíu renni saman við Frakkland flosni landið upp. Þetta kemur fram í könnun sem franska dablaðið Le Journal du Dimanche lét gera.

Stjórnarkreppa hefur verið í Belgíu í rúma fimm mánuði eftir að þingkosningar fóru fram þar í landi í júní. Töluverðar vangaveltur hafa verið uppi hvort landið sé að klofna en á miðvikudaginn stormuðu fulltrúar Vallóna, frönskumælandi Belga, út af samningafundi eftir að Flæmingjar þvinguðu í gegn atkvæðagreiðslu um að skipta upp kjördæminu sem Brussel tilheyrir.

Flæmingjar sem tala hollensku eru um 60 prósent af íbúum landins. Vallónar sem tala frönsku eru um 40 prósent. Flæmingjar eru orðnir þreyttir á það borga með Vallónum sem búa einkum í hinum fátækari suðurhluta landsins.

Samkvæmt könnun Le Journal du Dimanche vilja 66 prósent aðspurðra að Vallónía renni saman við Frakkland fari svo að Belgía klofni. Það yrði ekki fyrsta skipti sem Vallónía væri hluti af Frakklandi en Napóleon innlimaði héraðið í Frakkland undir lok 18. aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×