Erlent

Tugir falla í átökum á Sri Lanka

Liðsmenn Tamil tígra.
Liðsmenn Tamil tígra.

Að minnsta kosti 38 Tamil tígrar féllu þegar til átaka kom milli þeirra og stjórnarhermanna á Sri Lanka í morgun. Þá er talið að um 20 Tamil tígrar hafi særst í átökunum að sögn talsmanns stjórnarhersins.

Talsmenn Tamil tígra segjast hins vegar hafa fellt 20 stjórnarhermenn og sært að minnsta kosti 100 til viðbótar. Segjast þeir einungis hafa misst einn mann í átökunum.

Átökin áttu sér stað á yfirráðarsvæðum Tamil tígra í norðurhluta Sri Lanka. Átökin á Sri Lanka hafa farið harðnandi allt frá því að leiðtogi stjórnmálaarms Tamil tígra, Thamilselvan, féll í loftárás stjórnarhersins á búðir Tamil tígra í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×