Erlent

Átök magnast í Afganistan

Sex hermenn Atlantshafsbandalagsins og þrír afganskir hermenn féllu í átökum í austurhluta Afganistan.

Talsmaður bandalagsins segir uppreisnarmenn hafa setið fyrir hermönnunum þegar þeir voru á leið í bækistöðvar sínar eftir að hafa átt fund með íbúum á svæðinu. Átök milli alþjóðlegra herliða og uppreinsnarmanna hafa magnast á svæðinu síðustu tvo mánuðina. En yfir fimmtíu þúsund erlendir hermenn eru nú í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×