Erlent

Bhutto laus úr stofufangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benazir Bhutto er laus.
Benazir Bhutto er laus.

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hefur verið látin laus úr stofufangelsi í Islamabad. Bhutto var handtekin til að koma í veg fyrir að hún gæti barist gegn neyðarlögunum sem Musharraf forseti setti á í síðustu viku.

Bandaríkjamenn gagnrýndu frelsissviptingu hennar harðlega og sögðu að hún yrði að vera frjáls ferða sinna. Bhutto hefur lofað að berjast fyrir því að Musharraf forseti segi af sér sem yfirmaður hersins í Pakistan.

Bhutto hefur boðað til mikillar mótmælagöngu 13. nóvember næstkomandi frá Lahore til Islamabad, verði ekki farið eftir kröfum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×