Erlent

Unglingar og netið undir smásjá í Finnlandi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Ljósmyndarar mynda brotna rúðu í matsal skólans tveimur dögum eftir skotárásina.
Ljósmyndarar mynda brotna rúðu í matsal skólans tveimur dögum eftir skotárásina. MYND/AFP

Umræðan í Finnlandi eftir fjöldamorðin í Jokela menntaskólanum í Tuusula fyrr í vikunni snýst nú um hvar ábyrgð á því efni sem birt er á netinu liggur. Þetta segir Bryndís Hólm fréttaritari Stöðvar 2 á staðnum. Morðinginn birti myndband á YouTube stuttu fyrir skotárásina þar sem hann gaf til kynna hvað var í vændum.

„Nú þegar mesta sjokkið er liðið hjá er fólk að velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að vakta betur það efni sem fer á netið," segir Bryndís Hólm. Hún segir greinilegt að íbúar Tuusula verði lengi að ná sér eftir þennan atburð.

Lýst var yfir þjóðarsorg í gær og minningarathafnir haldnar um þá sem létu lífið í skotárásinni sem varð átta að bana auk byssumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×