Erlent

Áhöfn íslensku vélarinnar í Tsjad leyst úr haldi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Tsjadísk kona spyr hermann um afdrif eldra barns síns sem tekið var af góðgerðarsamtökunum.
Tsjadísk kona spyr hermann um afdrif eldra barns síns sem tekið var af góðgerðarsamtökunum. MYND/AFP

Þrír áhafnarmeðlimir íslensku flugvélarinnar í afríkuríkinu Tsjad sem grunaðir voru um að ræna afrískum börnum, hafa verið leystir úr haldi. Belgískur flugstjóri sem er á batavegi á frönskum herspítala í landinu eftir hjartavandamál er einnig frjáls að yfirgefa landið.

Talið er að sex meðlimir góðgerðarsamtakanna Örk Zoe séu á bakvið samsærið. Þeir bíða nú réttarhalda en segjast hafa verið að bjarga munaðarlausum börnum frá stríðshrjáðum héruðum Darfur í Súdan. Hjálparstarfsmenn segja börnin hins vegar nánast öll eiga foreldra og vera frá Tsjad.

Upphaflega voru 17 Evrópubúar og fjórir Tsjadneskir menn handteknir eftir tilraun til að fljúga með 103 börn úr landinu 25. október síðastliðinn.

Flugvél GirJet flugfélagsins er í eigu Loftleiðir Icelandic.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×