Erlent

Einn af fjórum segja Bush versta forsetann

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/AFP

Tæplega einn af hverjum fjórum, eða 24 prósent þátttakenda í könnun á vegum CNN sjónvarpsstöðvarinnar, segja að George Bush sé versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Fjórðungur segir Bush standa sig illa en 40 prósent segja Bush hins vegar standa sig vel miðað við fyrirrennara hans. Einungis eitt prósent segja Bush besta forseta í sögu Bandaríkjanna.

Minni ánægja er meðal þátttakenda um hvernig Bush höndlarstarf sitt nú en fyrir mánuði síðan þegar síðasta könnun fór fram. Þá voru 36 prósent sáttir við frammistöðu hans, en eru nú 34 prósent.

Minna en 40 prósent hafa verið ánægðir með forsetann í rúmt ár.

 

„Síðasti forseti sem naut jafnlítils fylgis almennings var Harry Truman. Hann féll undir 50 prósent markið í janúar 1950 og hélst þar út veru sína í forsetastól," segir Keating Holland yfirmaður skoðanakannana á CNN. Bush á enn nokkra mánuði í að hnekkja því meti.

 

Töluverður munur er á milli flokka. Þannig eru 72 prósent Repúblíkana sáttir við frammistöð forsetans, en einungis 12 prósent Demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×