Erlent

Risaolíufundur undan strönd Brasilíu

Stjórnvöld í Brasilíu hafa tilkynnt að nýr olíufundur við strendur landsins geti gert það að verkum að Brasilía skipir sér í hóp mestu olíuframleiðenda í heiminum.

Það var hið ríkisrekna olíufélag Petrobras sem fann mikla olíu á Tupi svæðinu en talið er að magnið sé á bilinu 5 til 8 milljarðar tunna. Einn af ráðherrum landsins segir að með þessu geti Brasilía skipað sér í hóp Venesúela og arabaríkjanna hvað olíuframleiðslu varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×