Erlent

Musharraf vill kosningar 15. febrúar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra (til vinstri) og Musharraf forseti (til hægri).
Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra (til vinstri) og Musharraf forseti (til hægri).

„Pakistanar munu ganga að kjörborðinu þann 15. febrúar næstkomandi," segir Pervez Musharraf forseti og hershöfðingi landsins. Musharraf tilkynnti um þetta eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt hart að honum að halda kosningar í janúar, eins og búið var að ákveða.

Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan segir að tilkynning forsetans væri einungis til þess að kaupa Musharraf forseta tíma. Musharraf lýsti yfir neyðarlögum síðastliðinn laugardag. Bush Bandaríkjaforseti hringdi svo í hann í gær til að hvetja hann til þess að láta af ástandinu og segja af sér sem yfirmaður hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×