Erlent

Sjö létust þegar brú í Dubai hrundi

Verkamenn vinna við byggingu brúar í Dubai.
Verkamenn vinna við byggingu brúar í Dubai. MYND/AFP

Sjö manns létust og meira en 15 manns slösuðust þegar brú sem var í byggingu féll saman í Dubai fyrr í dag. Samkvæmt heimildum lögreglu virðist hrun brúarinnar vera afleiðing galla í byggingarvinnunni.

Miklar framkvæmdir eru við vegakerfið í Dubai og unnið að endurbótum gatnakerfisins sem var nánast sprungið vegna aukinnar umferðar.

Nánari upplýsinga er beðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×