Erlent

Skurðaðgerðin gekk vonum framar

Skurðaðgerðin á hinni 2ja ára gömlu indversku stúlku sem fæddist með átta útlimi gekk vonum framar.

Skurðlæknar í borginni Bangalore voru 27 tíma að aðskila hina óþroskuðu tvíburasystur frá stúlkunni og er hún ná á gjörgæsludeild eftir aðgerðina. Að sögn lækna er ástand hennar stöðugt.

Íbúar í þorpi því sem stúlkan kemur frá ætla að reisa þar styttu af henni en þeir telja stúlkuna vera endurholgun á hindúagyðju þeirri sem ræður yfir auðæfum manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×