Erlent

Danir tóku þátt í tilraunum nasista í Buchenwald

Samstarf Dana við Þjóðverja á tímum nasista og seinni heimstryjaldarinnar var umtalsvert meira en Danir hafa hingað til viljað viðurkenna. Ný bók afhjúpar meðal annars þátttöku Dana í lyfjatilraunum á sígaunum í Buchenwald útrýmingarbúðunum.

Í nýrri bók sem skrifuð er af sagnfræðingnum Henrik Tjörnelund kemur meðal annars fram að Statens Serum Institut eða Lyfjatæknistofnun Danmerkur útvegaði nasistum mótefni við sárasótt sem notað var við tilraunirnar í Buchenwald. Spurningin sé hvort þetta hafi verið gert með vitund og vilja danskra stjórnvalda en skjöl sem gætu varpað ljósi á það eru horfin.

Fram kemur í bók Tjörnelund að árið 1944 hafi sárasóttarmótefnið verið prófað af nasistum í Buchenwald og að stofnunin hafi vonast til að geta selt mótefnið til þýska hersins og Waffen SS ef tilraunirnar lofaðu góðu. Mótefnið var unnið úr músalifur og var prófað á 30 sígaunum í mars 1944. Við tilraunirnar léstust sex þeirra.

Lyfjatilranir nasista á stríðsárunum voru taldar ómannlegar, ollu föngunum í útrýmingarbúðum miklum kvölum og dauða og var þó vart bætandi á illa vist þeirra.

Talsmaður Statens Serum Institut segir að Tjörnelund geri meir úr þessari samvinnu stofnunarinnar og nasista og að stofnun hafi ekki vitað til hvers mótefnið var notað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×