Erlent

Byggja varnargarð vegna eldgoss á Jövu

Gufa stígur nú upp úr eldfjallinu Kelud í Jövu sem talið er að mun gjósa á næstunni.
Gufa stígur nú upp úr eldfjallinu Kelud í Jövu sem talið er að mun gjósa á næstunni. MYND/AP

Verkamenn á eyjunni Jövu á Indónesíu keppast nú við að koma upp varnarmúrum í hlíðum eldfjalls sem talið er að muni gjósa á næstu klukkustundum.

Kvika er að myndast í fjallinu, sem er kallað Kelud, og stöðuvatn í gýg þess er farið að hitna verulega. Þegar gosið hefst er talið að stöðuvatnið muni brjótast fram og þá er byggð í grennd við eldfjallið í hættu. Því er nú verið að mynda varnargarða í hlíðum fjallsins til að koma í veg fyrir að vatn og jarðefni steypist yfir heimili fólks í grennd við eldfjallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×