Erlent

Konungur Saudi-Arabíu hittir páfann

Abdullah konungur Saudi-arabíu mun hitta páfann að máli í dag en þetta mun í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist.

Vatikanið hefur diplómatísk tengsl við ýmis arabaríki en ekki Saudi-arabíu þar sem heilugustu staði múslima er að finna. Reiknað er með að páfinn og konungurinn muni ræða saman um réttindi kristinna í Saudi-arabíu og samskiptin milli kristina og múslima.

Alls búa 1,2 milljónir kristinna manna í Saudi-arabíu, flestir þeirra kaþólskir, og fá þeir að stunda trú sína í friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×