Erlent

Discovery snýr aftur til jarðar

Geimfari að störfum við alþjóðlegu geimstöðina.
Geimfari að störfum við alþjóðlegu geimstöðina. MYND/NASA

Geimskutlan Discovery er nú á leið til jarðar eftir 11 daga dvöl við alþjóðlegu geimstöðina. Heimferðin tekur tvo daga en áætlað er að Discovery muni lenda við Kennedy geimferðarmiðstöðina í Flórída um klukkan sex síðdegis á miðvikudaginn.

Discovery fór einn hring í dag um alþjóðlegu geimstöðina til að áhöfn geimskutlunnar gæti tekið ljósmyndir af stöðinni. Var það gert til að meta ástand geimstöðvarinnar og nýlegar viðgerðir.

Upphaflega átti Discovery að lenda á jörðu niðri í dag en heimför hennar var frestað eftir að sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar brotnaði við hefðbundið viðhald í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×