Erlent

Lést af völdum fuglaflensuveirunnar

MYND/AFP

Þrjátíu ára gömul indónesísk kona lést af völdum fuglaflensuveirunnar, H5N1, í bænum Tangerang fyrir vestan Jakarta, höfuðborg landsins í dag. Alls hafa 90 látið lífið í Indónesíu vegna fuglaflensunnar en 112 hafa greinst með H5N1 veiruna þar í landi.

Í heiminum öllum hafa 205 látið lífið af völdum fuglaflensunnar en alls hafa 334 greinst smitaðir frá árinu 2003. Flestir hafa greinst í Indónesíu og Víetnam eða alls 212.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×