Erlent

DNA frá Madeleine finnst í fatahrúgu

DNA spor frá Madeleine McCann hefur fundist í fatahrúgu skammt frá Faro flugvellinum í Portúgal. Þetta hefur aukið bjartsýni foreldra hennar, Kate og Gerry, á að Madeleine sé enn á lífi.

Fötin voru í hvítum plastpoka og fannst hann fyrir tveimur vikum síðan. Í pokanum voru m.a. grænn stuttermabolur með blómateikningu, pennaveski með bleiku hjarta á og gallabuxur af fullorðnum og flís-peysa.

DNA sporin fundust á gallabuxunum og flís-peysunni. Vinur McCann fjölskyldunnar segir í samtali við Daily Mirror að hjónin geri sér vonir um að Madeleine sé enn að finna í Portúgal en fyrrgreindur plastpoki fanns í um 120 km fjarlægð frá hóteli því sem Madeleine var rænt frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×