Erlent

Krókódíll í fangelsi

Lögreglan í smábæ í Ástralíu handtók nær þriggja metra langann krókódíl um helgina og fékk hann síðan að gista fangageymslur bæjarins yfir nótt.

Krókódílnum var gefið að sök að hafa ógnað trillukarli í smá bæ í norðurhluta landsins. Lögreglustjóri bæjarins segir í samtali við BBC að þeir hafi ekki átt nein önnur úrræði en að geyma krókódílinn í fangaklefa eftir að þeir komu böndum á hann.

Morguninn eftir var dýrið svo flutt á krókódílabúgarð í nágrenni bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×