Erlent

Scotland Yard hæðist að danskri skýrslu

Skýrsla sem greingardeild dönsku lögreglunnar hefur sent frá sér um glæpi sem rekja má til kynþáttahaturs er orðin að aðhlátursefni hjá Scotland Yard.

Þetta er algert bull segja sérfræðingarnir í Scotland Yard eftir að hafa kynnt sér dönsku skýrsluna. Samkvæmt skýrslunni voru aðeins 85 tilfelli í Danmörku þar sem rekja mátti orsök glæpa til kynþáttahaturs. Á sama tíma voru tilfellin um 10.000 talsins í London einni.

Sérfræðingar Scotland Yard segja að svo virðist sem danska lögreglan sé algerlega blind þegar kemur að glæpum tengdum kynþáttahatri í Danmörku. Lögregluforinginn Ali Dizaei hjá Scotland Yard segir í samtali við Ekstra Bladet í morgunn að 85 tilfelli af glæpum tengdum kynþáttahatri í heilu landi sé bull og vitleysa. Sé þessi tala, 85 tilfelli, rétt þýði það aðeins að fjöldi Dana verði fórnarlömb kynþáttahaturs án þess að yfirvöld geri nokkuð í málinu.

Ali telur einsýnt að greiningardeild dönsku lögreglunnar hafi yfirsést eitthvað í skýrslu sinni um samspil kynþáttahaturs og glæpa í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×