Erlent

Sarkozy á leið heim

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Til stóð að flytja 103 börn ólöglega frá Afríkuríkinu Tjad.
Til stóð að flytja 103 börn ólöglega frá Afríkuríkinu Tjad. MYND/AP

Sjö Evrópubúar sem látnir voru lausir í Tjad í dag yfirgáfu landið fyrir stundu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar.

Fólkið var á meðal þeirra sextán Frakka og Spánverja sem handteknir voru eftir að þeir reyndu að flytja hundrað og þrjú börn frá Tjad til Evrópu fyrir fáeinum dögum síðan.

Níu manns sitja enn í fangelsi og verða þeir að öllum líkindum ákærðir fyrir barnsrán og svik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×