Erlent

Kúrdar slepptu átta tyrkneskum hermönnum

Guðjón Helgason skrifar

Skæruliðar Kúrda létu í morgun lausa átta tyrkneska hermenn sem þeir tóku höndum í umsátri í síðasta mánuði.

Tólf tyrkenskir hermenn féllu í þeim átökum. Hermennirnir voru afhentir fulltrúum héraðsstjórnar Kúrda í Norður-Írak. Þeir munu við góða heilsu og ómeiddir. Flogið verður með þá til Tyrklands í dag. Hermennirnir eru látnir lausir tæpum sólahring eftir að íraska ríkisstjórnin tilkynnti að tekið yrði hart á skæruliðum Kúrda og skrifstofum samtaka þeirra - PKK - var lokað.

Hundrað þúsund tyrkneskir hermenn bíða nú við landamærin að Írak eftir skipun um að ráðast inn í landið og herja á skæruliðana sem hafa fellt tugi Tyrkja í árásum yfir landamærin síðustu vikur. Tyrkir krejast þess að leiðtogar PKK verði handteknir og ekki útséð með að þeir geri árás. Kúrdar hafa í rúma tvo áratugi barist fyrir sjálfstæðu ríki í suð-austur Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×