Erlent

Forsætisráðherra Íraks vill harðar aðgerðir gegn skæruliðum Kúrda

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, heitir því að hart verði tekið á skæruliðum Kúrda í norðurhluta landsins.

Þetta sagði hann í ræðu í morgun á ráðstefnu um öryggismál í Írak sem haldin er í Istanbúl í Tyrklandi. Spenna hefur magnast á landamærum Íraks og Tyrklands vegna árása Kúrda yfir landamærin sem hafa kostað fjölmarga Tyrki lífið.

Tyrkneska þingið hefur veitt leyfi til innrásar svo taka megi á Kúrdunum. Ráðamenn í Ankara segja það hins vegar síðasta kostinn og hefa þeir þrýst á Íraka og Bandaríkjamenn að taka á Kúrdum svo ekki þurfi að koma til árásar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×