Erlent

Heitir stuðningi við íbúa í Tabasco héraði

Guðjón Helgason skrifar

Felipe Calderon, forseti Mexíkó, hefur heitið ríflegum opinberum stuðningi til íbúa í Tabaskó-héraði þar sem einhver verstu flóð Mexíkó í hálfa öld hafa hrifsað heimili af rúmlega átta hundruð þúsund manns. Áttatíu prósent þessa olíuhéraðs eru undir vatni.

Mikilli rigningu er spáð á svæðinu um helgina og útlitið því dökkt. Vitað er að minnst einn hafi drukknað í flóðunum. Mörg þúsund manns hafa orðið innlyksa og situr fólk jafnvel hjálparlaust á þökum húsa sinna. Björgunarmenn reyna nú hvað þeir geta til að koma fólkinu til hjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×