Erlent

Handritshöfundar ætla í verkfall

Samtök handritshöfunda í Hollywood tilkynntu í kvöld að þeir hyggist leggja niður vinnu sína frá og með næstkomandi mánudegi. Höfundarnir krefjast þess að fá stærri hlut af sölu á DVD diskum.

Tólf þúsund manns eru í samtökunum og eru þeir hvattir til að leggja niður störf á mánudag. Það eru næstum tveir áratugir síðan handritshöfundar fóru síðast í verkfall í Hollywood og þá stóð það í 22 vikur og setti haustdagskrá sjónvarpstöðvanna í Bandaríkjunum úr skorðum. Sjónvarpsþáttaframleiðendur vonast til þess að samningar náist um helgina svo ekki komi til vinnustöðvunar en gríðarlegir peningar eru í húfi riðlist framleiðsan á vinsælum þáttum á borð við Lost og 24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×